Glæsimark skildi að í tíðindalitlum leik

Birnir Snær Ingason (t.v.) og Marinó Axel Helgason (t.h.) á ...
Birnir Snær Ingason (t.v.) og Marinó Axel Helgason (t.h.) á Extra-vellinum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heldur var nepjulegt á Extra-vellinum í Grafarvoginum í kvöld er Grindavík lagði Fjölnir að velli, 1:0, í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Fjölnismenn fengu á sig sex mörk í slæmu tapi um síðustu helgi og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ansi dapur og gerðist nær ekkert marktækt fyrr en skömmu fyrir hlé þegar Fjölnismaðurinn Birnir Snær Ingason fór illa með ágætis færi, en skot hans fór rétt framhjá.

Síðari hálfleikurinn var áfram viðburðarsnauður lengst af er bæði lið vörðust vel og seldu sig dýrt. Það þurfti því glæsimark til að brjóta ísinn og kom það á 85. mínútu. Boltinn barst þá til Sam Hewson utan teigs eftir hornspyrnu og lét sneri hann boltann glæsilega í fjærhornið, framhjá Þórði Ingasyni í markinu sem kom engum vörnum við.

Fjölnir 0:1 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið Grindvíkingar taka stigin þrjú eftir tíðindalítinn leik þökk sé frábæru marki frá Sam Hewson.
mbl.is