Fylkir vann toppslaginn

Fylkir hafði betur gegn Keflavík í kvöld.
Fylkir hafði betur gegn Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir

Fylkiskonur eru komnar með mjög vænlega stöðu á toppi Inkasso-deildar kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Keflavík, 3:0, í uppgjöri toppliða deildarinnar á Floridana-vellinum í Árbænum í kvöld.

Fylkir er nú með 36 stig á toppi deildarinnar og hefur unnið tólf af 13 leikjum sínum. Keflavík er með 34 stig í öðru sætinu og hefur leikið 14 leiki. ÍA er eina liðið sem getur ógnað þessum tveimur í baráttunni um tvö sæti í úrvalsdeildinni, en Skagakonur eru með 28 stig í þriðja sætinu eftir 14 leiki.

Marija Radojicic kom Fylki yfir á 14. mínútu og Margrét Björg Ástvaldsdóttir bætti við marki á 36. mínútu. Marija innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 76. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert