Keflavík upp í úrvalsdeildina

Keflvíkingar fagna úrvalsdeildarsætinu í kvöld.
Keflvíkingar fagna úrvalsdeildarsætinu í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir

Keflavík tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu eftir 5:0 sigur gegn Hömrunum á heimavelli.

Mairead Clare Fulton skoraði tvö fyrstu mörk Keflavíkurliðsins og þær Sophie Groff og Natasha Moraa Anasi skoruðu eitt mark hvor en eitt markanna var sjálfsmark.

Keflavík fylgir Fylki upp í úrvalsdeildina. Fylkir er í efsta sætinu með 43 stig, Keflavík er í öðru með 40 og ÍA er í þriðja sætinu með 34 stig en liðið er þessa stundina að spila við Aftureldingu/Fram.

mbl.is