Líklegt byrjunarlið Íslands

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilega þrennu gegn Svisslendingum fyrir fimm …
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilega þrennu gegn Svisslendingum fyrir fimm árum. AFP

Ísland og Sviss eigast við í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 18.45.

Þetta verður áttunda viðureign þjóðanna en Svisslendingar hafa haft gott tak á Íslendingum í gegnum tíðina. Sviss hefur unnið sex leiki og einu sinni skildu liðin jöfn. Í þessum sjö leikjum hefur Sviss skorað 19 mörk en Ísland 5. Íslendingar hafa svo sannarlega harma að hefna en Svisslendingar burstuðu Íslendinga í fyrri leiknum í Þjóðadeildinni í St.Gallen í síðasta mánuði 6:0.

Ísland hefur aðeins náð að skora í tveimur leikjum á móti Sviss. Janus Guðlaugsson skoraði mark Íslands í 2:1 tapi á Laugardalsvellinum í undankeppni EM árið 1979. Í september 2013 skildu Sviss og Ísland jöfn 4:4 í eftirminnilegum leik í undankeppni HM þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilega þrennu og Kolbeinn Sigþórsson skoraði eitt.

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss:

Markmaður: Hannes Þór Halldórsson.

Varnarmenn: Hólmar Örn Eyjólfsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon.

Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason.

Sóknarmenn: Gylfi Sigurðsson, Alfreð Finnbogason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert