Líklegt byrjunarlið Íslands

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilega þrennu gegn Svisslendingum fyrir fimm ...
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilega þrennu gegn Svisslendingum fyrir fimm árum. AFP

Ísland og Sviss eigast við í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 18.45.

Þetta verður áttunda viðureign þjóðanna en Svisslendingar hafa haft gott tak á Íslendingum í gegnum tíðina. Sviss hefur unnið sex leiki og einu sinni skildu liðin jöfn. Í þessum sjö leikjum hefur Sviss skorað 19 mörk en Ísland 5. Íslendingar hafa svo sannarlega harma að hefna en Svisslendingar burstuðu Íslendinga í fyrri leiknum í Þjóðadeildinni í St.Gallen í síðasta mánuði 6:0.

Ísland hefur aðeins náð að skora í tveimur leikjum á móti Sviss. Janus Guðlaugsson skoraði mark Íslands í 2:1 tapi á Laugardalsvellinum í undankeppni EM árið 1979. Í september 2013 skildu Sviss og Ísland jöfn 4:4 í eftirminnilegum leik í undankeppni HM þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilega þrennu og Kolbeinn Sigþórsson skoraði eitt.

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss:

Markmaður: Hannes Þór Halldórsson.

Varnarmenn: Hólmar Örn Eyjólfsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon.

Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason.

Sóknarmenn: Gylfi Sigurðsson, Alfreð Finnbogason.

mbl.is