Arnþór Ingi verður KR-ingur

Arnþór Ingi Kristinsson í leik með Víkingi.
Arnþór Ingi Kristinsson í leik með Víkingi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson verður orðinn leikmaður KR á næstu dögum samkvæmt heimildum netmiðilsins fotbolti.net. Hann hefur leikið með Víkingi R. síðan 2013.

Arnþór lék sjö leiki með ÍA áður en hann gekk í raðir Hamars í Hveragerði. Eftir tvö ár í Hamri fór hann til Víkings, þar sem hann hefur verið lykilmaður á miðjunni síðustu ár. 

Hann á að baki 78 leiki og tíu mörk í efstu deild. Arnþór verður þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín fyrir næsta tímabilið. Alex Freyr Hilmarsson kom einnig frá Víkingi og Ægir Jarl Jónasson frá Fjölni. 

mbl.is