750 miðum bætt við ársmiðasölu

Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Sviss í Þjóðadeild UEFA.
Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Sviss í Þjóðadeild UEFA. mbl.is/Kristinn Magnússon

KSÍ hefur ákveðið að bæta við 750 ársmiðum til sölu á leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM.

Þeir 1.000 miðar sem fóru í sölu í gær seldust upp á skömmum tíma en 750 miðar fara í sölu á morgun klukkan 12 á tix.is.

„Miðasalan verður opin til 8. febrúar eða þar til uppselt verður. Ekki verður bætt við fleiri miðum en þeim sem fara í sölu á morgun,“ segir á vef KSÍ.

mbl.is