Þróttur missir þjálfarann annað árið í röð

Gunnlaugur Jónsson staldraði nokkuð stutt við sem þjálfari Þróttar.
Gunnlaugur Jónsson staldraði nokkuð stutt við sem þjálfari Þróttar. mbl.is/Valli

Gunnlaugur Jónsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Þróttar R. í knattspyrnu eftir innan við eitt ár í starfi.

Gunnlaugur tók við starfinu í apríl á síðasta ári eftir að Gregg Ryder ákvað að segja upp starfi. Að því er fram kemur á heimasíðu Þróttar óskaði Gunnlaugur eftir því að hætta „af persónulegum ástæðum og vegna mikilla anna á öðrum vettvangi“.

Undir stjórn Gunnlaugs endaði Þróttur í 5. sæti Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Þórhallur Siggeirsson, sem starfað hefur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks og yfirþjálfari afreksstarfs hjá Þrótti, mun taka tímabundið við aðalþjálfun liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert