Margrét Lára og Dagný aftur í landsliðið

Dagný Brynjarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir eru komnar aftur í …
Dagný Brynjarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir eru komnar aftur í landsliðið en Fanndís Friðriksdóttir er ekki í hópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu er búinn að velja landsliðshópinn sem tekur þátt í Algarve-bikarnum í Portúgal um næstu mánaðamót.

Margrét Lára Viðarsdóttir er kominn aftur í hópinn og Dagný Brynjarsdóttir en þær hafa ekki spila með landsliðinu síðan 2017. Einn nýliði er í hópnum en það er Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir úr liði Kristianstad.

Athygli vekur að Fanndís Friðriksdóttir er ekki í hópnum en Sandra María Jessen úr Þór/KA hefur verið valin að nýju.

Auk Fanndísar eru það Anna Rakel Pétursdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Elísa Viðarsdóttir sem detta út úr hópnum frá því Ísland vann Skotland í vináttulandsleik í janúar, 2:1.

Ísland mætir Kanada 27. febrúar og Skotlandi 4. mars. Leikið er um sæti 6. mars.

Hópurinn er þannig skipaður:

Sandra Sigurðardóttir | Val

Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðabliki

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir | Þór/KA

Hallbera Guðný Gísladóttir | Val

Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden

Sif Atladóttir | Kristianstad

Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard

Guðrún Arnardóttir | Djurgården

Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir | Kristianstad

Dagný Brynjarsdóttir | Selfossi

Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals

Sigríður Lára Garðarsdóttir | ÍBV

Andrea Rán Hauksdóttir | Breiðabliki

Selma Sól Magnúsdóttir | Breiðabliki

Sandra María Jessen | Leverkusen

Rakel Hönnudóttir | Reading

Elín Metta Jensen | Val

Berglind Björg Þorvaldsdóttir | PSV

Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstad

Agla María Albertsdóttir | Breiðabliki

Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert