Fyrirliðanum hlíft í kvöld?

Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson.
Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson.

Þó að Erik Hamrén geti nú teflt fram sterkara byrjunarliði en hann hefur hingað til getað gert í starfi er ástand leikmanna misgott fyrir leik Íslands við Andorra í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld.

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kvaðst í gær ekki geta svarað því hvort hann yrði í byrjunarliðinu og þar hefur slæmur gervigrasheimavöllur Andorra mikið að segja, en allir æfðu þó á vellinum í gær.

„Ástandið á mér er fínt. Ég hef tekið þátt í æfingum og líður vel þannig að þetta verður í raun bara að koma í ljós á morgun [í dag]. Ég ætla ekki að gefa neitt þannig séð út núna um hvort ég byrja leikinn eða ekki. Það er líka þjálfarinn sem velur liðið,“ sagði Aron á blaðamannafundi í gær.

Hugsanlegt byrjunarlið: Hannes – Birkir, Kári, Ragnar, Hörður – Jóhann, Aron, Gylfi, Birkir, Arnór – Alfreð.

Nánar er fjallað um landsleikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »