Þrjár breytingar á byrjunarliðinu?

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson ræða saman á æfingu landsliðsins …
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson ræða saman á æfingu landsliðsins á Stade de France í gær. AFP

Eins og fram kom á mbl.is í gær verður Jóhann Berg Guðmundsson ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir heimsmeisturum Frakka í undankeppni EM á Stade de France í París í kvöld.

Erik Hamrén mun því þurfa að breyta byrjunarliði sínu og raunar var alltaf útlit fyrir að sú yrði raunin. Íslenska liðið hefur undir stjórn Svíans aðeins prófað sig áfram með þriggja miðvarða kerfi og margt bendir til þess að sú verði raunin í kvöld. Fyrir utan Jóhann eru allir leikmenn klárir í slaginn.

Hugsanlegt byrjunarlið: Hannes – Birkir Már, Sverrir Ingi, Kári, Ragnar, Hörður Björgvin – Aron Einar, Birkir Bjarna, Rúnar Már – Gylfi Þór, Alfreð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert