Audrey Baldwin í HK/Víking

Audrey Rose Baldwin mun verja mark HK/Víkings í sumar.
Audrey Rose Baldwin mun verja mark HK/Víkings í sumar. Ljósmynd/HK/Víkingur

Markmaðurinn Audrey Rose Baldwin er gengin til liðs við HK/Víking og mun leika með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún skrifar undir samning við félagið út leiktíðina en hún þekkir vel til á Íslandi eftir að hafa spilað með bæði Keflavík og Fylki.

Hún lék með Keflavík í 1. deildinni, sumarið 2015, og með Árbæingum í efstu deild, sumarið 2016. Þessi 27 ára gamli Bandaríkjamaður hefur komið víða við á ferli sínum en hún hefur meðal annars leikið í Portúgal, Danmörku, Ísrael og Frakklandi.

Hún lék síðast með FC Ramt HaSharon í Ísrael en HK/Víkingur er á sínu öðru ári í efstu deild eftir að hafa komið upp úr fyrstu deildinni, sumarið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert