Lýkur á kvöldskemmtun

Þorsteinn Már Ragnarsson úr Stjörnunni og Pálmi Rafn Pálmason úr …
Þorsteinn Már Ragnarsson úr Stjörnunni og Pálmi Rafn Pálmason úr KR mætast í lokaleik fyrstu umferðarinnar í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu 2019, sem nú nefnist Pepsi Max-deildin, verður lokið laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Hún hófst í gærkvöld með viðureign Vals og Víkings og lýkur í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti KR á óvenjulegum leiktíma, á laugardagskvöldi, í leik sem tvímælalaust er sá áhugaverðasti í fyrstu umferðinni.

Hinir fjórir leikirnir fara fram um miðjan dag og þó enn sé aðeins 27. apríl verður spilað á fjórum grasvöllum í þessari fyrstu umferð, Grindavíkurvelli, Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum, Kaplakrikavelli og á Akranesvelli sem kenndur er við Norðurál.

Blikar sóttu þrjú stig til Grindavíkur í fyrra með 2:0 sigri og eru líklegir til að endurtaka leikinn. Eftir að hafa misst sterka leikmenn í vetur hafa öflugir menn komið í græna búninginn í í staðinn á síðustu dögum og vikum, síðast Höskuldur Gunnlaugsson. Hinn 43 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fékk langfæst mörk allra á sig í fyrra og er líklegur til að halda sínu striki með sterka varnarlínu fyrir framan sig.

Sjá forspjall um leiki helgarinnar í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert