Teitur á leið til OB

FH situr í sjötta sæti í Pepsi Max-deildinni með 12 …
FH situr í sjötta sæti í Pepsi Max-deildinni með 12 stig eftir átta leiki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Teitur Magnússon er að ganga til liðs við danska knattspyrnufélagið OB en það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag. Teitur er aðeins 18 ára gamall en hann er samningsbundinn FH í Hafnarfirði. Teitur mun skrifa undir hjá OB á næstu dögum samkvæmt heimildum fótbolta.net.

Teitur lék einn leik með FH í úrvalsdeild karla sumarið 2017 og þá á hann að baki sextán landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann eyddi hluta síðasta tímabils á láni hjá Þrótti í Reykjavík þar sem hann kom við sögu í sex leikjum með liðinu og skoraði eitt mark í 1. deildinni.

OB frá Óðinsvéum hefur í þrígang orðið danskur meistari en liðið endaði í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Teitur æfði með OB fyrr á árinu en nokkur erlend lið hafa fylgst með framgangi mála hjá þessum efnilega leikmanni, þar á meðal Parma og Stuttgart.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert