Jákup sleit krossband

Jákup Thomsen í leik með FH gegn Víkingi.
Jákup Thomsen í leik með FH gegn Víkingi. mbl.is/Hari

Færeyski sóknarmaðurinn Jákup Thomsen leikur ekki meira með FH á þessu tímabil vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í sigurleik FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um síðustu helgi.

Komið hefur í ljós að Jákup er með slitið krossband í hné sem þýðir að hann verður frá keppni næstu sjö til níu mánuðina hið minnsta.

„Ég þakka FH fyrir stuðninginn og ég óska liðinu alls hins besta það sem eftir er af tímabilinu. Ég kem sterkari til baka,“ skrifar Jákup á Instagram-síðu sína.

Færeyingurinn hefur komið við sögu í 11 leikjum FH í Pepsi Max-deildinni í sumar og hefur í þeim skoraði eitt mark og þá hefur hann skorað tvö mörk í þremur bikarleikjum liðsins.

Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að FH væri að leita framherja erlendis frá.

mbl.is