Hvað er í húfi í lokaumferðinni?

Grótta. Seltirningar hafa komið gríðarlega á óvart sem nýliðar í …
Grótta. Seltirningar hafa komið gríðarlega á óvart sem nýliðar í ár og nú blasir við þeim sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Helmingur liðanna í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, verður í baráttu um að komast upp í úrvalsdeild eða að forðast fall niður í 2. deild í lokaumferðinni í dag þar sem allir leikirnir hefjast klukkan 14.

Fyrir liggur að Fjölnir leikur í úrvalsdeildinni árið 2020 og Njarðvík er fallin í 2. deild.

• Fjölnir er með 42 stig og kominn upp en þarf jafntefli í Keflavík til að tryggja sér efsta sæti deildarinnar.

• Grótta er með 40 stig og nægir jafntefli á heimavelli gegn Haukum til að komast upp í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sögunni.

• Leiknir í Reykjavík er með 37 stig og þarf að sigra Fram á heimavelli og treysta á að Grótta tapi fyrir Haukum til að komast upp í úrvalsdeildina.

• Haukar eru með 22 stig og nægir jafntefli á útivelli gegn Gróttu til að halda sæti sínu í 1. deildinni. Haukar sleppa með tap ef annað hvort Magni eða Þróttur tapar sínum leik, eða ef Afturelding tapar stærra.

• Afturelding er með 22 stig og nægir jafntefli gegn Þrótti á útivelli til að halda sér uppi. Afturelding má annars tapa ef Magni tapar eða ef Haukar tapa með meiri mun.

• Magni er með 22 stig og nægir jafntefli gegn Þór á útivelli til að halda sér uppi. Magni má tapa leiknum ef Þróttarar tapa gegn Aftureldingu.

• Þróttur er með 21 stig og fellur með tapi gegn Aftureldingu. Jafntefli dugar Þrótti ef annaðhvort Magni eða Hauka tapar sínum leik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert