Kristinn besti leikmaður deildarinnar

Kristinn Jónsson í leik með KR gegn ÍA.
Kristinn Jónsson í leik með KR gegn ÍA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Íslandsmeistaraliðs KR-inga, var besti leikmaður Íslandsmóts karla í knattspyrnu árið 2019, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hann hafði betur gegn samherja sínum og fyrirliða KR, Óskari Erni Haukssyni, með minnsta mun.

Þeir Kristinn og Óskar urðu jafnir og efstir í M-gjöfinni, fengu 18 M hvor samtals yfir allt tímabilið, en Kristinn hreppir titilinn þar sem hann lék 19 leiki en Óskar spilaði alla 22 leiki KR-inga.

Þetta er í annað sinn sem Kristinn er útnefndur besti leikmaðurinn hjá Morgunblaðinu en hann sigraði líka í M-gjöfinni árið 2015, þá sem leikmaður Breiðabliks.

Þá eru þeir Kristinn og Óskar einu leikmennirnir sem voru í ellefu manna úrvalsliði Morgunblaðsins, byggðu á M-gjöfinni, fyrir tímabilið 2018 sem eru aftur í úrvalsliðinu fyrir árið 2019.

Kristinn er 29 ára gamall og lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í efstu deild vorið 2007, þá aðeins sextán ára gamall. Hann var síðan fastamaður í Blikaliðinu frá 2008, varð bikarmeistari með því 2009 og Íslandsmeistari árið 2010. Kristinn lék með Breiðabliki til 2017 en var þó tvö og hálft tímabil annars staðar á Norðurlöndum. Fyrst árið 2014 með Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni og síðan 2016 með Sarpsborg og fyrri hluta árs 2017 með Sogndal í norsku úrvalsdeildinni.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag þar er birt er lið ársins, fimm bestu leikmenn í hverju liði, úrvalslið 22. umferðar, besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert