KR mætir fyrrverandi leikmanni United

KR varð Reykjavíkurmeistari í byrjun mánaðar.
KR varð Reykjavíkurmeistari í byrjun mánaðar. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar KR mæta Orlando City frá Bandaríkjunum í æfingaleik í knattspyrnu vestanhafs í nótt. Leikurinn er annar af tveimur leikjum sem KR-ingar spila í Bandaríkjaferð, sem er hluti af upphitun liðsins fyrir komandi sumar.

Stærsta nafnið sem hægt er að finna í leikmannahópi Orlando er Nani, en hann lék í átta ár með Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Nani varð Evrópumeistari með Portúgal í Frakklandi fyrir fjórum árum. 

Í liði Orlando er einnig að finna landsliðsmenn frá Perú, Úrúgvæ og Ekvador. Liðið endaði í 22. sæti af 24 liðum í bandarísku deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is