Eins og krakki á jólunum

Hallgrímur Mar Bergmann Steingrímsson fagnar með Daníel Hafsteinssyni og bróður …
Hallgrímur Mar Bergmann Steingrímsson fagnar með Daníel Hafsteinssyni og bróður sínum Hrannari Birni Bergmann Steingrímssyni. mbl.is/Þórir Tryggvason

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann Steingrímsson er á leiðinni í sitt ellefta tímabil hjá knattspyrnuliði KA á Akureyri. Hefur hann leikið með KA linnulaust frá árinu 2010, að undanskildu einu tímabili hjá Víkingi Reykjavík árið 2015.

Eins og flest annað knattspyrnufólk landsins er Hallgrímur spenntur fyrir Íslandsmótinu sem hefst eftir tvær vikur. Fyrsti leikur KA er gegn ÍA á útivelli hinn 14. júní næstkomandi. „Stemningin á Akureyri er mjög góð og það eru allir hressir með að þetta sé loksins komið af stað og menn farnir að æfa saman. Stemningin er því mjög góð og veðrið er að koma til, eins og völlurinn,“ sagði Hallgrímur í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur spilað 209 keppnisleiki fyrir KA og skorað í þeim 60 mörk. Fjórtán af þeim komu á síðustu leiktíð, en hann hefur aldrei skorað eins mikið á einu tímabili.

Hallgrímur hefur lítið spilað síðustu mánuði þar sem hann tók aðeins þátt í tveimur af ellefu leikjum KA á undirbúningstímabilinu, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi. Fór Hallgrímur með kærustunni sinni til Hollands, þar sem hún sækir nám.

Sjá samtal við Hallgrím í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert