HK-ingar fá liðsstyrk

Jón Arnar Barðdal í leik með ÍR gegn HK.
Jón Arnar Barðdal í leik með ÍR gegn HK. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild HK og Jón Arnar Barðdal hafa komist að samkomulagi og mun leikmaðurinn spila með Kópavogsfélaginu í sumar. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, staðfesti tíðindin við Fótbolta.net í dag. 

Jón Arnar er uppalinn Stjörnumaður en hann hefur leikið með KFG í Garðabænum síðustu tvö ár. Þá hefur hann einnig leikið með Þrótti Reykjavík, Fjarðabyggð og ÍR, en Jón er 24 ára gamall. 

Er hann fyrsti leikmaðurinn sem HK fær til sín eftir síðasta tímabil. Á hann samtals níu leiki í efstu deild með Stjörnunni þar sem hann hefur skorað eitt mark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert