Ekkert smit hjá Selfyssingum

Ekki reyndist vera smit innan raða Selfyssinga.
Ekki reyndist vera smit innan raða Selfyssinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikmaður kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu er ekki smitaður af kórónuveirunni eins og fyrst var haldið. Þetta kom fram eftir sýnatöku í dag en niðurstaðan var neikvæð. Það er Sunnlenska sem segir frá þessu.

Al­freð Elías Jó­hanns­son, þjálfari Selfyssinga, staðfesti við mbl.is að æfingu liðsins hefði verið frestað vegna gruns um kórónuveirusmit innan leikmannahóps liðsins. Leikmaður Breiðabliks greindist með veiruna í gær en hún spilaði gegn Selfossi í 2. umferð Íslandsmótsins hinn 18. júní síðastliðinn.

Alfreð staðfesti í samtali við Sunnlenska að niðurstaða sýnatökunnar hefði verið neikvæð. Hins vegar eru tveir leikmenn liðsins komnir í sóttkví eftir að hafa sótt viðburð í Kópavogi um síðustu helgi og missa því af næsta leik, gegn Stjörnunni.

mbl.is