Haukarnir í toppsætið

Haukar fara vel af stað í 1. deildinni.
Haukar fara vel af stað í 1. deildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar komust í kvöld í efsta sætið í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, með því að sigra Aftureldingu að Varmá, 2:1.

Haukar eru með 8 stig eftir fjóra leiki en Keflavík og Tindastóll eru bæði með 7 stig eftir þrjá leiki og eiga því möguleika að komast aftur uppfyrir Hafnarfjarðarliðið þegar hinir leikirnir í fjórðu umferð verða spilaðir annað kvöld.

Katrín Rut Kvaran kom Aftureldingu yfir eftir hálftíma leik og staðan var 1:0 í hálfleik. Melissa Alison Garcia jafnaði fyrir Hauka eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Vienna Behnke við marki en það reyndist vera sigurmarkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert