Landsliðsfólk tók á sig launalækkun

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fer yfir málin með …
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fer yfir málin með leikmönnum liðsins í landsleik gegn Svíþjóð á Laugardalsvelli hinn 22. september síðastliðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikmenn íslensku A-landsliðanna í knattspyrnu tóku á sig umtalsverða launalækkun í verkefnum sínum í septembermánuði en það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu.

Undir eðlilegum kringumstæðum fá leikmenn liðanna 300.000 krónur fyrir sigurleiki og 100.000 krónur fyrir jafntefli en bónusinn var lægri að þessu sinni vegna fjárhagsstöðu KSÍ og kórónuveirufaraldursins.

Í umfjöllun Fréttablaðsins um málið segir að rúm tvö ár eru síðan KSÍ jafnaði árangurstengdar greiðslur til karla og kvenna og kostar hver sigurleikur sambandið um sjö milljónir, ef 23 eru í hópnum.

Laugardalsvöllur tekur tæplega 9.800 manns í númeruð sæti, og þegar hann fyllist eru tekjur af seldum miðum um 30 milljónir króna, samkvæmt skýrslu KPMG um Laugardalsvöll.

„Ég held að í þessu árferði og aðstæðum þurfi að standa saman í því að láta enda ná saman. Það kreppir að hjá okkur eins og öðrum,“ sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið.

Þetta umhverfi sem við öll erum að glíma við, bæði hér heima og erlendis, er eitthvað til að takast á við saman. Fólk er að taka á sig launaskerðingu, minnka starfshlutfall, minnka bónusa og dómararnir tóku einnig á sig skerðingu,“ bætti Guðni við í samtali við Fréttablaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert