Hvað ef keppni er hætt?

Valsmenn eru með þægilegt forskot á toppi úrvalsdeildar karla.
Valsmenn eru með þægilegt forskot á toppi úrvalsdeildar karla. mbl.is/Árni Sæberg

Valur verður krýndur Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna ef Knattspyrnusamband Íslands þarf að taka þá erfiðu ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu 2020 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Samkvæmt bráðabirgðareglugerð sem KSÍ samþykkti í sumar mun stigahlutfall liða ráða endanlegri lokastöðu í deildum Íslandsmótsins 2020, takist ekki að ljúka keppni vegna veirunnar. Svo framarlega sem tveir þriðjuhlutar leikja viðkomandi deildar hafi þegar farið fram, en það skilyrði hefur þegar verið uppfyllt fyrir nokkru í öllum deildum karla og kvenna.

Til stigahlutfalls þarf aðeins að grípa í þeim tilfellum þar sem liðin hafa ekki spilað jafnmarga leiki, en að öðru leyti ræður sú staða sem er í viðkomandi deild þegar keppni er hætt.

Eins og fram hefur komið eru skoðanir mjög skiptar um hvort hætta eigi keppni eða freista þess að ljúka Íslandsmótinu fyrir 1. desember. Afstaða margra mótast að sjálfsögðu af stöðu þeirra félags, enda kæmi aflýsing mótsins sér vel fyrir suma en illa fyrir aðra.

Það skýrist væntanlega á mánudaginn kemur, 19. október, hvert stefnir en keppni á Íslandsmótinu var frestað til þess dags vegna ástandsins sem nú ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum umferðum er ólokið í úrvalsdeild karla en tveimur í flestum öðrum deildum.

Stjarnan fengi Evrópusætið

Í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, er Valur með átta stiga forystu á FH þegar fjórum umferðum er ólokið. Á botninum eru Grótta og Fjölnir nánast í vonlausri stöðu og gætu bæði fallið í næstu umferð.

Þar er það baráttan um Evrópusætin sem yrði útkljáð á stigahlutfalli. Breiðablik er með 31 stig í þriðja sæti, Stjarnan 31 stig en lakari markatölu í fjórða sæti, KR 28 stig og Fylkir 28 stig.

Stjarnan og KR eiga innbyrðis leik inni en þarna væri gripið til stigahlutfallsins. Samkvæmt því væri Stjarnan í þriðja sæti með 1,82 stig í leik og fengi Evrópusætið. Breiðablik væri í fjórða sæti með 1,72 stig, KR í fimmta með 1,64 og Fylkir í sjötta sæti með 1,56 stig.

Breiðablik yrði þar með að bíða eftir því hvernig bikarkeppnin færi.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »