Landsliðsfólk framtíðar leynist í litlu bæjunum

Þorlákshöfn
Þorlákshöfn Ljósmynd/KSÍ

Siguróli Kristjánsson, betur þekktur sem Moli, heimsótti mörg af minni bæjarfélögum landsins í sumar þar sem hann stóð fyrir bæði knattspyrnuæfingum, studdi við bakið á þjálfurum í bæjarfélaginu og setti upp fjölbreyttar fótboltabúðir.

Alls tóku um 600 til 700 krakkar þátt í verkefninu sem KSÍ setti á laggirnar sumarið 2019 og var Siguróli því að heimsækja bæjarfélögin í annað sinn í sumar. 

„Þetta er verkefni sem hófst á síðasta ári,“ sagði Siguróli í samtali við Morgunblaðið. „Síðasta sumar heimsótti ég 33 staði á landsbyggðinni og í ár gerði ég gott betur og heimsótti 34 staði. Verkefnið var öðruvísi í ár enda tíminn mun knappari vegna kórónuveirufaraldursins. Ég komst ekki af stað fyrr en í maí og svo kom aftur stopp í ágúst. Ég náði hins vegar að taka góðan hring um Vestfirðina í ágústmánuði þannig að þetta blessaðist allt að lokum.“

Siguróli heimsótti 31 byggðarlag á ferðalagi sínu um landið og hélt þar fótboltanámskeið fyrir krakka frá samtals 34 byggðarlögum. Staðirnir voru Borg í Grímsnesi, Breiðdalsvík, Búðardalur, Djúpivogur, Eyrarbakki, Flateyri, Flúðir, Grundarfjörður, Hofsós, Hólmavík, Höfn, Kirkjubæjarklaustur, Kjalarnes, Mývatnssveit, Ólafsvík, Patreksfjörður, Raufarhöfn, Seyðisfjörður, Skagaströnd, Stokkseyri, Stykkishólmur, Stöðvarfjörður, Suðureyri, Súðavík, Varmahlíð, Vík í Mýrdal, Vogar, Vopnafjörður, Þingeyri, Þorlákshöfn og Þórshöfn. Til Patreksfjarðar komu líka krakkar frá Tálknafirði og Bíldudal og til Raufarhafnar komu krakkar frá Kópaskeri.

Viðtalið við Siguróla er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag en hér fyrir neðan eru myndir frá öllum viðkomustöðum hans á ferðalaginu um landið í sumar

Stokkseyri
Stokkseyri Ljósmynd/KSÍ
Eyrarbakki
Eyrarbakki Ljósmynd/KSÍ
Borg í Grímsnesi
Borg í Grímsnesi Ljósmynd/KSÍ
Flúðir
Flúðir Ljósmynd/KSÍ
Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal Ljósmynd/KSÍ
Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur Ljósmynd/KSÍ
Höfn
Höfn Ljósmynd/KSÍ
Djúpivogur
Djúpivogur Ljósmynd/KSÍ
Breiðdalsvík
Breiðdalsvík Ljósmynd/KSÍ
Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður Ljósmynd/KSÍ
Seyðisfjörður
Seyðisfjörður Ljósmynd/KSÍ
Vopnafjörður
Vopnafjörður Ljósmynd/KSÍ
Þórshöfn
Þórshöfn Ljósmynd/KSÍ
Raufarhöfn, þangað komu einnig krakkar frá Kópaskeri
Raufarhöfn, þangað komu einnig krakkar frá Kópaskeri Ljósmynd/KSÍ
Mývatnssveit
Mývatnssveit Ljósmynd/KSÍ
Hofsós
Hofsós Ljósmynd/KSÍ
Varmahlíð
Varmahlíð Ljósmynd/KSÍ
Skagaströnd
Skagaströnd Ljósmynd/KSÍ
Hólmavík
Hólmavík Ljósmynd/KSÍ
Súðavík
Súðavík Ljósmynd/KSÍ
Suðureyri
Suðureyri Ljósmynd/KSÍ
Flateyri
Flateyri Ljósmynd/KSÍ
Þingeyri
Þingeyri Ljósmynd/KSÍ
Patreksfjörður en þangað komu einnig krakkar frá Tálknafirði og Bíldudal
Patreksfjörður en þangað komu einnig krakkar frá Tálknafirði og Bíldudal Ljósmynd/KSÍ
Búðardalur
Búðardalur Ljósmynd/KSÍ
Stykkishólmur
Stykkishólmur Ljósmynd/KSÍ
Grundarfjörður
Grundarfjörður Ljósmynd/KSÍ
Ólafsvík
Ólafsvík Ljósmynd/KSÍ
Kjalarnes
Kjalarnes Ljósmynd/KSÍ
Vogar
Vogar Ljósmynd/KSÍ
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »