Byrjunarlið Íslands: Berglind Björg í fremstu víglínu

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur inn í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Slóvakíu í undankeppni EM í Senec í Slóvakíu í dag.

Þá kemur Agla María Albertsdóttir einnig inn í liðið en Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska liðsins, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 2:0-tapinu gegn Svíþjóð í Gautaborg, 27. október.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og þá fær Hlín Eiríksdóttir sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Sandra Sigurðardóttir

Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir.

Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen, Alexandra Jóhannsdóttir.

Sókn: Agla María Albertsdóttir, Berglind Björg Þorvalsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.

mbl.is