Við þjálfararnir berum ábyrgðina

Úr leiknum í Árbænum í kvöld.
Úr leiknum í Árbænum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylkir er áfram ekki nema þremur stigum fyrir ofan fallsæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, eftir 3:0 tap á heimavelli gegn Víkingi úr Reykjavík í 17. umferðinni í kvöld.

Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfara Fylkis, ræddi við mbl.is að leik loknum í Árbænum og var hann að vonum svekktur með úrslitin og stöðuna. „Það er mjög slæmt að fá 3:0 skell á heimavelli, við gefum tvö mörk, hreinlega réttum þau á silfurfati.“

Fylkir hefur ekki unnið nema þrjá leiki í deildinni í sumar, síðast gegn KA 13. júlí síðastliðinn. Liðið er með 13 stig í 10. sæti og heimsækir næst Stjörnuna sem er í 9. sæti, fyrir ofan Árbæinga á markatölu. „Það er sex stiga leikur, svokallaður, og við þurfum að mæta allt öðruvísi til leiks en við gerðum í kvöld,“ sagði Atli og bætti við að þjálfararnir beri auðvitað ábyrgð á gengi liðsins. 

„Við erum fyrstir til að vita að við berum ábyrgð á gengi liðsins. Við veljum liðið og uppleggið í leikjunum, við berum ábyrgð á þessu,“ sagði Atli við mbl.is.

Atli Sveinn Þórarinsson
Atli Sveinn Þórarinsson Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert