Skildu jöfn í Grindavík

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir náði í stig í Grindavík.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir náði í stig í Grindavík. Ljósmynd/Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir

Grindavík og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir skildu jöfn, 0:0, í 1. deild kvenna í fótbolta í dag, Lengjudeildinni, í Grindavík.

Leikurinn var síðasti leikurinn í fjórðu umferðinni. Bæði lið eru um miðja deild eftir leikinn.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, sem er nýliði í deildinni, er í fimmta sæti með sjö stig og Grindavík í sjötta sæti með fjögur stig.

Staðan: 

  1. HK 12
  2. FH 10
  3. Víkingur R. 9
  4. Tindastóll 9
  5. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir 7
  6. Grindavík 4
  7. Augnablik 3
  8. Haukar 3
  9. Fjölnir 1
  10. Fylkir 0
mbl.is