Hættur þjálfun Kára

Ásmundur Guðni Haraldsson.
Ásmundur Guðni Haraldsson. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfari 3. deildarliðs Kára frá Akranesi í knattspyrnu karla, hefur látið af störfum hjá síðarnefnda liðinu.

Fótbolti.net greinir frá.

Þar segir einnig að Aron Ýmir Pétursson muni taka við stjórnartaumunum af Ásmundi.

Ásmundur tók við Kára fyrir síðasta tímabil en tókst ekki að koma í veg fyrir að liðið félli úr 2. deild.

Kári er um miðja deild í 3. deildinni um þessar mundir, 6. sæti, þar sem liðið er með 13 stig að loknum níu leikjum.

mbl.is