Erfitt kvöld fyrir okkur

Stjörnumaðurinn Emil Atlason í baráttunni í kvöld.
Stjörnumaðurinn Emil Atlason í baráttunni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

„Þetta var ekki góð frammistaða af okkar hálfu og það gekk allt upp hjá Völsurum í dag,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við mbl.is eftir 1:6-tap liðsins fyrir Val í Bestu deild karla í fótbolta.

„Valsmenn voru sterkir en við vorum gjafmildir í okkar leik. Þeir gengu á lagið og þetta var erfitt kvöld fyrir okkur,“ bætti hann við.

Stjörnumenn komust yfir í fyrri hálfleik en réðu svo lítið við Valsmenn í seinni hluta fyrri hálfleiks og fyrri hluta seinni hálfleiks.

„Við komum af ágætum krafti í leikinn. Við brennum af víti en skorum svo mark úr hornspyrnu. Eftir það vorum við inn í leiknum en Valsmenn gengu á lagið og nýttu sín upphlaup vel. Þeir refsuðu okkur grimmilega.“

Ágúst gerði tvær breytingar á sínu liði fyrir seinni hálfleikinn en þær gengu ekki upp og Ágúst viðurkenndi það. „Við vildum gera sóknarbreytingar og taktískar breytingar en þær gengu ekki. Við tökum það á okkur,“ sagði Ágúst.

Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Loka