„Kannski bara best að spyrja þjálfarann“

Kjartan Henry Finnbogason hefur fengið fá tækifæri með KR í …
Kjartan Henry Finnbogason hefur fengið fá tækifæri með KR í síðustu leikjum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn og framherjinn Kjartan Henry Finnbogason hefur fengið fá tækifæri í síðustu leikjum KR-inga.

Framherjinn, sem er 36 ára gamall, missti sæti sitt í byrjunarliðinu um mitt tímabil og hefur fengið fá tækifæri með Vesturbæingum síðan.

Þá var hann ónotaður varamaður á sunnudaginn þegar KR og FH gerðu markalaust jafntefli í Bestu deildinni á Meistaravöllum í Vesturbæ en KR er með 26 stig í sjötta sæti deildarinnar.

„Auðvitað er ég ósáttur við þetta, ég vil byrja alla leiki og mér finnst ekki gaman að vera ekki að spila,“ sagði Kjartan í samtali við fótbolta.net í dag.

Kjartan var meðal annars spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fá ekki tækifæri í jafnteflinu gegn FH á sunnudaginn.

„Ég hef trú á sjálfum mér, hef ennþá finnst mér helling fram að færa inn á vellinum en hann [Rúnar Kristinsson] er greinilega með einhverjar aðrar pælingar. Ég held það sé kannski bara best að spyrja þjálfarann eða þá sem taka þessar ákvarðanir - hverjir svo sem það eru,“ bætti Kjartan Henry við í samtali við fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert