Beint: HM-hópurinn fyrir umspilið tilkynntur

Sveindís Jane Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fagna …
Sveindís Jane Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fagna marki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir leikmannahóp sinn fyrir umspilið fyrir HM 2023 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal klukkan 13.15.

Ísland mætir annað hvort Portúgal eða Belgíu 11. október á útivelli en endanlegir mótherjar munu liggja fyrir hinn 6. október þegar Portúgal og Belgía mætast í undanúrslitum umspilsins í Caldas de Vizela í Portúgal.

Mbl.is er í Laugardalnum og færir ykkur allt það helsta af blaðamannafundinum í beinni textalýsingu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Blaðamannafundur Íslands opna loka
kl. 13:31 Textalýsing Þá er fundi slitið. Viðtal við landsliðsþjálfarann mun birtast á mbl.is síðar í dag.
mbl.is