Þjálfarinn ungi tekur við Grindavík

Anton Ingi Rúnarsson (t.h.) er nýr þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.
Anton Ingi Rúnarsson (t.h.) er nýr þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Ljósmynd/Grindavík

Anton Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Jóni Ólafi Daníelssyni, sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár.

Anton Ingi er aðeins 26 ára gamall og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin tvö tímabil. Hann skrifaði undir eins árs samning við knattspyrnudeild Grindavíkur.

„Ég er mjög glaður með að fá þetta tækifæri hjá mínu uppeldisfélagi og er afar spenntur fyrir þessari áskorun. Ég er búinn að læra gríðarlega mikið af Jóni Óla á síðustu tveimur árum og tek við góðu búi.

Við erum með góðan kjarna af leikmönnum og ég er mjög spenntur að hefjast handa,“ sagði Anton Ingi í tilkynningu knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Anton er mjög efnilegur þjálfari og hefur gert mjög góða hluti sem þjálfari hjá yngri flokkum félagsins.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Anton Inga velkominn til starfa í nýrri stöðu hjá félaginu,“ sagði einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert