Fjórar framlengja fyrir norðan

Hulda Björg Hannesdóttir, fyrirliði Þórs/KA.
Hulda Björg Hannesdóttir, fyrirliði Þórs/KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnukonurnar Harpa Jóhannsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir hafa allar skrifað undir nýja samninga við Þór/KA sem gilda út árið 2024.

Allar eru þær frá Akureyri þar sem Hulda Björg og Jakobína eru uppaldar hjá Þór og Harpa og Ísfold Marý hjá KA.

Hulda Björg er fyrirliði Þórs/KA og markvörðurinn Harpa er varafyrirliði.

Ísfold Marý og Jakobína eru þá ungir og efnilegir leikmenn liðsins en þær eru báðar 18 ára gamlar.

mbl.is