Grótta fór létt með Leikni

Pétur Theódór Árnason skoraði tvívegis í kvöld.
Pétur Theódór Árnason skoraði tvívegis í kvöld. Kristinn Magnússon

Grótta vann sinn fyrsta leik í 1. deild karla í knattspyrnu á þessu keppnistímabili með sannfærandi heimasigri á Leikni úr Reykjavík, 5:1, á Seltjarnarnesi í kvöld. 

Mörk Gróttumanna skoruðu Grímur Ingi Jakobsson, Aron Bjarki Jósepsson, Sigurður Steinar Björnsson og Pétur Theodór Árnason tvívegis. Mark Leiknis skoraði Arnór Ingi Kristinsson. 

Grótta er nú í sjötta sæti deildarinnar með sex stig en Leiknismenn eru í því tíunda með þrjú. 

mbl.is