Jafntefli á Dalvík

Sigurvin Reynisson fyrirliði Fjölnis
Sigurvin Reynisson fyrirliði Fjölnis Ljósmynd/Kristinn Steinn

Dalvík/Reynir og Fjölnir gerðu jafntefli í 1. deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í dag, 0:0. 

Fjölnir er í öðru sæti deildarinnar með sjö stig eftir leikinn en Dalvík/Reynir er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Fjölnir tekur á móti Þrótti í næstu umferð en Dalvík/Reynir mætir hinum nýliðunum í ÍR í Mjóddinni.

Þriðja umferð 1. deildar klárast á mánudag og þriðjudag.

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert