Lars: Þetta var ósvikin gleði

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson í leikslok.
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson í leikslok. AFP

Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, segir að sigurinn á Englandi og farseðillinn í átta liða úrslit Evrópumótsins sé virkilega stór stund á sínum ferli.

„Það er ekki oft sem mér hefur liðið svona. Að vinna England með þetta íslenska lið. Þetta var ósvikin gleði,“ sagði Lars á blaðamannafundi eftir leik, aðspurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var til leiksloka í Nice í kvöld.

„Fyrir mig er fótbolti um það að vinna, skora mörk og fá eins fá mörk á sig og hægt er. Leikmennirnir hafa virkilega sýnt hvað þeir geta og þeir hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Lars, og var spurður að því hvort hann ætlaði virkilega að hætta þjálfun liðsins eftir EM.

„Já, auðvitað. Heimir er svo þreyttur á mér hvort sem er svo ég verð að hætta,“ sagði hann kíminn. „Ég hlakka til að sitja í stúkunni í Reykjavík og blóta ef þeir gera eitthvað vitlaust,“ sagði Lars og brosti í kampinn.

Heimir Hallgrímsson þjálfari fagnar landsliðinu í leikslok.
Heimir Hallgrímsson þjálfari fagnar landsliðinu í leikslok. AFP
Lars fagnar með sínum hætti í leikslok.
Lars fagnar með sínum hætti í leikslok. AFP
Landsliðsþjálfararnir Lars og Heimir fagna er úrslitin voru ljós.
Landsliðsþjálfararnir Lars og Heimir fagna er úrslitin voru ljós. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 27. FEBRÚAR

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. FEBRÚAR

Útsláttarkeppnin