Lokaundirbúningur íslenska landsliðsins fyrir EM

Íslenska kvennalandsliðið tilbúið til brottfarar í morgun.
Íslenska kvennalandsliðið tilbúið til brottfarar í morgun. Ljósmynd/Vanda Sig.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt af stað til Póllands í morgun. Þær spila vináttuleik gegn Póllandi á miðvikudaginn sem er lokaundirbúningur fyrir EM á Englandi. 

EM hefst miðvikudaginn 6. júlí með leik Englands gegn Austurríki á Old Trafford.

Ísland er í D-riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu og er fyrsti leikur liðsins sunnudaginn 10. júlí gegn Belgíu.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ setti inn færslu á twitter með kveðju til liðsins með meðfylgjandi mynd.

Kvennalandsliðið á æfingu skömmu fyrir brottför.
Kvennalandsliðið á æfingu skömmu fyrir brottför. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin