Þorsteinn útskýrir furðulegan leiktíma

Þorsteinn Halldórsson á æfingu stuttu fyrir brottför.
Þorsteinn Halldórsson á æfingu stuttu fyrir brottför. Eggert Jóhannesson/mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar lokaleik í undirbúningi sínum fyrir EM í dag kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Leikurinn er kl. 15:30 að staðartíma sem margir furða sig á enda ekki algeng tímasetning á virkum degi.

„Heimaþjóðin ræður í samráði við sjónvarpstöðina sem sýnir frá leiknum. Þetta er það sama og heima þar sem við ráðum leiktímann í samráði við RÚV. Fyrir okkur hérna úti er þetta bara fínn leiktími þó þetta sé ekki drauma leiktími fyrir fólkið heima," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Fótbolti.net.

Þrátt fyrir furðulega tímasetningu er búist við því að það komi um 800-1000 áhorfendur á leikinn sem er spilaður á Stadion Grodzisk.

Eftir leikinn fara stelpurnar okkar til Þýskalands og halda undirbúningnum áfram þar þangað til þær fara til Englands þar sem EM er haldið. Fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu er gegn Belgíu 10. júlí.

Leikurinn í dag er sýndur á RÚV og verður í beinni textalýsingu á Mbl.is.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin