Mæli með þessu fyrir stelpur og stráka

„Ég hef alltaf verið hrifin af því að setja mér markmið,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Karólína, sem er tvítug, lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Finnlandi í júní 2019, en í október 2019 setti hún sér það mark­mið að byrja A-lands­leik í októ­ber 2020 og það tókst.

„Ég náði þessu markmiði mínu nánast upp á dag og ég mæli mikið með þessu fyrir ungar stelpur og auðvitað stráka líka að setja sér markmið,“ sagði Karólína meðal annars.

Karólína Lea er í nærmynd í áttunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is