„Varaði mig við því að spyrja þig út í þetta“

Í lokaþætti af Dætrum Íslands var meðal annars horft yfir farinn veg þar sem skemmtileg augnablik úr þáttunum voru rifjuð upp.

Í þáttaröðinni, sem framleidd var af Studio M, heimsóttum við landsliðskonurnar Sveindísi Jane Jónsdóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Sif Atladóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Guðrúnu Arnardóttur.

Í lokaþættinum heimsóttum við svo Þorstein Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, og þá settumst við einnig niður með fótboltadrottningunum Fanndísi Friðriksdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og Rakel Hönnudóttur þar sem spáð var í spilin fyrir komandi Evrópumót.

Það gerðist hins vegar ýmislegt á bakvið tjöldin við gerð þáttanna en brot af því allra besta má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

Hægt er að horfa á lokaþáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin