Íslendingum spáð 13. sætinu

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins.
Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Íslendingum er spáð 13. sæti á Evrópumótinu í handknattleik sem hefst í Króatíu í dag en Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leiknum sem fram fer í Split og hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.

Vefsíðan handball-planet hefur spáð um röð liðanna og samkvæmt þeirri spá verða Danir Evrópumeistarar, ríkjandi Evrópumeistarar Þjóðverja í 2. sæti og Norðmenn í 3. sætinu. Lærisveinum Patreks Jóhannssonar í austurríska landsliðinu er spáð 16. og síðasta sætinu.

Íslendingar höfnuðu í 13. sæti á Evrópumótinu í Póllandi fyrir tveimur árum og það var lakasti árangur Íslands á EM frá árinu 2004.

Spáin lítur þannig út:

  1. Danmörk
  2. Þýskaland
  3. Noregur
  4. Króatía
  5. Frakkland
  6. Spánn
  7. Slóvenía
  8. Svíþjóð
  9. Ungverjaland
  10. Serbía
  11. Makedónía
  12. Hvíta-Rússland
  13. ÍSLAND
  14. Svartfjallaland
  15. Tékkland
  16. Austurríki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert