Patrekur byrjaði á tapi

Maxim Babichev skorar fyrir Hvít-Rússa í leiknum í Porec.
Maxim Babichev skorar fyrir Hvít-Rússa í leiknum í Porec. AFP

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handknattleik máttu sætta sig við nauman ósigur gegn Hvíta-Rússlandi, 27:26, í fyrsta leiknum í B-riðli Evrópumóts karla sem var að ljúka í Porec í Króatíu.

Liðin eru í riðli með Frakklandi og Noregi sem mætast í kvöld klukkan 19.30. Fyrir fram var litið á þessa  viðureign sem nokkurs konar úrslitaleik um hvort liðanna myndi fylgja Frökkum og Norðmönnum áfram í milliriðil.

Vladizlav Kulesh skoraði 7 mörk fyrir Hvít-Rússa og Barys Pukhouski 5. Mykola Bilyk skoraði 8 mörk fyrir Austurríki og Janko Bozovic 5.

mbl.is