Janus og Arnar einnig smitaðir

Janus Daði Smárason fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í dag.
Janus Daði Smárason fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Í hraðprófi sem tekið var í hádeginu í dag greindust landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson með jákvætt próf og er beðið eftir niðurstöðu PCR-prófs.

Reynist niðurstaðan úr PCR-prófinu einnig jákvæð er ljóst að Arnar Freyr og Janus Daði geta ekki tekið þátt í leik Íslands gegn Frakklandi síðar í dag.

PCR-próf liðsins í gærkvöldi voru öll neikvæð ef frá eru taldir þeir sjö sem voru í einangrun.

Átta leikmenn og einn starfsmaður liðsins hafa nú greinst á undanförnum dögum og eru í einangrun.

mbl.is