AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool

Kaká fagnar eftir að hafa komið AC Milan yfir í …
Kaká fagnar eftir að hafa komið AC Milan yfir í leiknum í kvöld. Reuters

AC Milan sigraði Manchester United 3:0 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Ítalska liðið sigraði þar með 5:3 samanlagt og mætir Liverpool í úrslitaleiknum í Aþenu miðvikudaginn 23. maí en Liverpool sló Chelsea út í gærkvöld.

Kaká skoraði fyrsta markið með hörkuskoti frá vítateig strax á 11. mínútu, hans 10. mark í keppninni, og Clarence Seedorf bætti öðru við af svipuðu færi á 30. mínútu. Á 78. mínútu slapp svo Alberto Gilardino innfyrir vörn United og skoraði, 3:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina