Óvænt tap hjá Manchester United

Rooney í leiknum í dag.
Rooney í leiknum í dag. Reuters

Lærisveinar Sir Alex Ferguson fóru fýluferð á Craven Cottage í dag, þar sem þeir töpuðu fyrir Fulham, 2:0, í fyrsta skipti síðan 1964. Tveir fóru af leikvelli með rautt spjald, þeir Paul Scholes og Wayne Rooney.

Scholes fékk beint rautt fyrir að handleika knöttinn í teignum og Danny Murphy, sem gjarnan gerir Man Utd skráveifu, skoraði úr víti.

United átti nánast allann síðari hálfleikinn, en náði ekki að nýta færi sín. Zoltan Gera kom heimamönnum í 2:0 á 87. mínútu eftir skyndisókn og fauk Wayne Rooney útaf með sitt annað gula spjald mínútu síðar, fyrir að grýta boltanum í burtu, en líklega var þar um strangan dóm að ræða, enda virtist Rooney vera að koma boltanum til liðsmanna sinna til að geta tekið aukaspyrnu.

Aðrir leikir fóru eftirfarandi: 

15:30 - Tottenham Chelsea 1:0 Luka Modric 49.

15.00 - Blackburn Rovers - West Ham 1:1 - Mark Noble 35. - Keith Andews 51.

15.00 - Stoke - Middlesbrough 1:0 Shawcross 84.

15.00 - West Brom - Bolton 1:1 - Matthew Taylor 67. Danny. Shittu 82. (Sjálfsmark)-

mbl.is

Bloggað um fréttina