Barcelona Evrópumeistari í þriðja sinn

Leikmenn Barcelona fagna með Evrópubikarinn.
Leikmenn Barcelona fagna með Evrópubikarinn. Reuters

Barcelona vann í kvöld 2:0 sigur á Evrópumeisturum Manchester United, en leikið var á Ólympíuleikvanginum í Róm. Þeir Samuel Eto´o og Lionel Messi skoruðu mörk Barcelona. Barcelona hefur því unnið þrennuna; Spánarmeistaratitilinn, Konungsbikarinn og Meistaradeildartitilinn.

Leikmenn United byrjuðu mun betur í leiknum og höfðu átt 5 skot gegn engu að marki á fyrstu 9 mínútunum. En það var Samuel Eto´o sem skoraði fyrsta markið á 10. mínútu, í fyrstu sókn liðsins. Eftir það datt allur botn úr leik United, og virtust leikmenn þess aldrei ná sér á strik eftir þetta. Vonir þeirra um titilinn urðu síðan að engu þegar Messi skoraði með skalla á 70. mínútu.

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leiknum.

92. Pedro Rodriguez kemur inn á í stað Iniesta.

90. Þremur mínútum bætt við. 

88. United fær horn en nær ekki að nýta það, Berbatov skallar hátt yfir úr erfiðu færi. 

84. Frábært spil hjá Barca sem endar með dauðafæri Puyol, en Van der Sar ver vel. Barca er á góðri leið með að vinna titilinn í þriðja skiptið, hafa veið miklu betri en United, sem er aðeins skugginn af sjálfu sér. 

80. Scholes tæklar Busquets upp í klof og fær gult spjald fyrir. Glórulaus tækling, líkt og Scholes hefur verið þekktur fyrir á tíðum. 

78. Ronaldo fær gult fyrir að brjóta á Puyol.  

74. Barca fær aukaspyrnu. Puyol nær skalla eftir sendingu inn í, en beint á Van der Sar. Scholes kemur inná fyrir Giggs.

71. Ronaldo fær hættulegt færi en Valdes ver vel. 

70. Messi skorar! Frábær sending frá Xavi inn í teig þar sem Messi kemur á ferðinni og skallar í fjærhornið yfir Van Der Sar.  United var að komast betur inn í leikinn, en þetta verður erfitt hjá þeim núna. Keita kemur inná í stað Henry hjá Barca.

66. Henry nær skoti að marki, en Van der Sar ver auðveldlega. Park  fer af velli fyrir Berbatov. 

63. United virðist ná að opna vörn Barca örlítið. Þeir ná þó ekki að ógna markinu.  

56. Rooney á sendingu fyrir frá hægri, boltinn skoppar og Park rétt missir af boltanum. Hættulegt færi hjá United, sem virðast aðeins vera að sækja í sig veðrið.

52. Iniesta er felldur rétt utan teigs. Aukaspyrna af 18 metra færi. Xavi á skot í stöng! 

50. Eto´o á góða sendingu inn fyrir vörn United en messi nær ekki til knattarins. Hann heimtar vítaspyrnu en fær ekki. 

49. Henry kemst einn á móti Ferdinand og fer illa með hann, hann nær skoti en Van der Sar ver.

 46. Carlos Tevéz er kominn inná í stað Anderson hjá United. 

Hálfleikur.

United er ekki svipur hjá sjón eftir að Barca skoraði markið. Barca ræður gangi leiksins og united þarf aldeilis að girða sig í brók ætli það sér að vinna leikinn.  

45. Messi kemst upp kantinn vinstra megin og gefur fyrir, en Van der Sar nær honum, en missir aftur. United nær samt að hreinsa. Klaufalegt hjá Van der Sar.

41. United er aðeins að sækja í sig veðrið, en ná ekki að setja mark sitt á leikinn ennþá. Það er líkt og þeir bíði leikhlésins til þess að endurskipuleggja sig. 

35. Barca fær 2 horn í röð en ná ekki að nýta þau. Barca er meira með boltann og stjórnar leiknum. United menn virðast ekki líkir sjálfum sér og hefur leikurinn alveg snúist við síðan frá fyrstu 10 mínútunum. 

26. Barca fær aukaspyrnu rétt utan teigs vinstra megin. Xavi skýtur en boltinn rétt framhjá. 

22. United fær horn. Ronaldo nær skallanum, en hátt yfir. 

20. Ronaldo á skot fyrir utan, en boltinn framhjá.  

19. Messi fær smá svæði til að hlaupa með boltann. Hann kemur sér í átt að vítateignum og lætur skotið ríða af, sem fer rétt yfir. 

16. Ronaldo kemst í hraðaupphlaup en Pique hindrar hann og fær gult spjald. Giggs með aukaspyrnu á hættulegum stað rétt utan vítateigs, aðeins hægra megin, en boltinn rétt yfir.   

15. Barca hefur náð betri tökum á leiknum eftir markið, því leikmenn united virðast enn hálf slegnir yfir því að hafa fengið á sig mark.

10. Eto´o skorar! Fyrsta sókn Barcelona. Eto´o fær boltann á hægri vængnum og leikur á Vidic og skorar með tánni í nærhornið. 1:0. 

09. United á snarpa sókn sem endar með skoti Ronaldo, en rétt framhjá. 

06. Ronaldo á skot af löngu færi en framhjá. United byrjar betur og Barca nær ekki að spila sinn bolta. United heldur stífri pressu og ætlar sér að skora snemma.  

01. Man. Utd fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Ronaldo skýtur, en Valdez heldur ekki boltanum. United fær horn sem verður að engu. United byrjar með látum! United pressar hátt uppi á vellinum og Barca er í smá vandræðum.

Byrjunarliðin: 

Barcelona: Valdés, Puyol, Touré, Piqué, Sylvinho, Busquets, Iniesta, Xavi, Messi, Eto'o, Henry. 
Varamenn: Pinto, Cáceres, Gudjohnsen, Krkic, Keita, Rodriguez, Muniesa. 
 
Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Ferdinand, Evra, Carrick, Anderson, Giggs, Park, Ronaldo, Rooney. 
Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Nani, Scholes, Rafael, Evans, Tévez.

mbl.is