„Sé ekki eftir neinu“

Hólmar Örn Eyjólfsson, bláklæddur, í leik með varaliði West Ham.
Hólmar Örn Eyjólfsson, bláklæddur, í leik með varaliði West Ham. www.whufc.com

„Ég fer frá West Ham í sumar, það er alveg ljóst, og nú er bara spurningin hvert,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður West Ham og 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær.

Hólmar hefur verið í röðum West Ham í tæp þrjú ár en félagið keypti hann tæplega 18 ára gamlan af HK í júlí 2008. Hann hefur ekki fengið tækifæri með aðalliðinu, nokkrum sinnum verið í leikmannahópi þess, en fyrst og fremst spilað með varaliðinu.

„Já, það hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir hjá mér þessi þrjú ár. Ég hef fengið mikla reynslu og sé alls ekki eftir neinu, þó þetta hafi ekki endað eins og til stóð. Ég er búinn að læra helling af því að æfa hér og spila og það á eftir að koma mér að notum, innan vallar sem utan."

Sjá nánar viðtal við Hólmar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert