Lögreglan hafði samband út af Suárez

Ivanovic öskrar eftir bitið frá Suárez í gær.
Ivanovic öskrar eftir bitið frá Suárez í gær. AFP

Fram kemur á vef Sky Sports í morgun að lögreglan hafi rætt við serbneska varnarmanninn Branislav Ivanovic eftir að hann var bitinn af Luis Suárez, framherja Liverpool, í jafnteflisleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Suárez beit allhressilega í Ivanovic um miðjan seinni hálfleikinn og hefur beðist afsökunar á gerðum sínum. Bæði gerði hann það opinberlega og þá hafði hann sjálfur samband við Ivanovic í gær.

Lögreglan á Merseyside er aftur á móti komin í málið eftir ábendingar frá áhorfendum sem voru á vellinum.

Hún hafði samband við kollega sína í Surrey sem heimsóttu Ivanovic í gær en samkvæmt heimildum Sky Sports kýs Serbinn að kæra ekki Suárez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert