Liverpool ósátt við bannið hjá Suárez

Suárez í leiknum gegn Chelsea.
Suárez í leiknum gegn Chelsea. AFP

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, er orðlaus vegna tíu leikja bannsins sem Luis Suárez, framherji liðsins, var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu í dag fyrir að bíta Branislav Ivanovic.

„Bæði félagið og leikmaðurinn eru í sjokki og mjög vonsvikin með þessa harkalegu ákvörðun aganefndarinnar. Við bíðum eftir að fá útskýringar nefndarinnar á pappírum áður en við tjáum okkur frekar um málið,“ segir Ayre í yfirlýsingu á heimasíðu Liverpool.

Suárez fær frest til föstudags til að mótmæla sjö leikja banninu sem bætt var við vanalega þriggja leikja bannið sem menn eru dæmdir í þegar þeir gerast sekir um hættulegt athæfi inn á vellinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina