Coloccini yfirgefur Newcastle

Newcastle féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð
Newcastle féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð AFP

Argentínski miðvörðurinn Fabricio Coloccini mun yfirgefa herbúðir Newcastle eftir átta ára veru. Samkvæmt heimasíðu Newcastle United hefur samningi hans verið rift með gagnkvæmu samþykki.

Hinn 34 ára gamli Coloccini mun ganga í raðir San Lorenzo í Argentínu. Hann kom til Newcastle frá spænska liðinu Deportivo árið 2008, spilaði í heildina 275 leiki og skoraði sjö mörk. 

Búast má við frekari uppstokkun í liði Newcastle eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Helstu leikmennirnir munu vilja spila í úrvalsdeildinni og liðið mun þurfa að létta launakostnaðinn til að koma til móts við tekjutap.

mbl.is